Maður handtekinn í Hrísey

Maðurinn var handtekinn á fimmtudag.
Maðurinn var handtekinn á fimmtudag.

Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók mann í Hrísey á fimmtudag. Lögregla naut aðstoðar frá sérveit ríkislögreglustjóra.

Þetta segir Andri Freyr Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is.

Vísir greindi fyrst frá. 

Ekki krafist gæsluvarðhalds

Sérsveit ríkislögreglustjóra er með aðsetur á Akureyri. Spurður hvers vegna óskað hafi verið eftir aðstoðar sérsveitar segir Andri Freyr:

„Verkefnið var þannig að við ákváðum að falast eftir aðstoð frá þeim.“

Engum vopnum var beitt í aðgerðunum. Þá verður ekki krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Málinu er lokið af hálfu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert