Mikil þoka á fjallvegum

Mikil þoka er á á fjallvegum á suðvestanverðu landinu. Myndin …
Mikil þoka er á á fjallvegum á suðvestanverðu landinu. Myndin er úr safni. mbl.is/Inga

Mikil þoka er nú á fjallvegum á suðvestanverðu landinu. Ökumenn þurfa að aka varlega. 

Þetta segir Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Mikil þoka er meðal annars á Hellisheiði. Nú um helgina fer tónlistarviðburðurinn Kótelettan fram á Selfossi, og eflaust margir borgarbúar sem gera sér ferð þangað yfir Hellisheiði.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er hægt að skoða hvernig aðstæður á vegum landsins eru.

Þar er meðal annars greint frá umferðaróhappi sem varð í efstu beygjunni á Kömbunum. Brak og skemmt vegrið getur verið á veginum og er ökumenn því beðnir um að sýna aðgát. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert