Ók á vegrið á Hellisheiði

Mikil þoka er á Hellisheiði.
Mikil þoka er á Hellisheiði. Vefmyndavél/Vegagerðin

Um­ferðaró­happ varð á Hell­is­heiði í morg­un er ökumaður ók á vegrið. Eng­inn er slasaður eft­ir óhappið.

Þetta seg­ir Eyþór Gunn­ars­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Sel­foss, í sam­tali við mbl.is.

Í kjöl­far óhapps­ins var lokað fyr­ir um­ferð um Hell­is­heiði til aust­urs þar sem gera þurfti við vegrið. Ekki er bú­ist við því að heiðin verði lokuð í lang­an tíma.

Að sögn Eyþórs hef­ur um­ferðin um Hell­is­heiði verið nokkuð þétt í dag. Tón­list­ar­viðburður­inn Kótelett­an fer fram á Sel­fossi í dag og ef­laust ýms­ir borg­ar­bú­ar sem ætla gera sér ferð þangað. 

Mik­il þoka hef­ur verið á Hell­is­heiði í dag og þarf því að aka var­lega um heiðina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka