Ók á vegrið á Hellisheiði

Mikil þoka er á Hellisheiði.
Mikil þoka er á Hellisheiði. Vefmyndavél/Vegagerðin

Umferðaróhapp varð á Hellisheiði í morgun er ökumaður ók á vegrið. Enginn er slasaður eftir óhappið.

Þetta segir Eyþór Gunnarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfoss, í samtali við mbl.is.

Í kjölfar óhappsins var lokað fyrir umferð um Hellisheiði til austurs þar sem gera þurfti við vegrið. Ekki er búist við því að heiðin verði lokuð í langan tíma.

Að sögn Eyþórs hefur umferðin um Hellisheiði verið nokkuð þétt í dag. Tónlistarviðburðurinn Kótelettan fer fram á Selfossi í dag og eflaust ýmsir borgarbúar sem ætla gera sér ferð þangað. 

Mikil þoka hefur verið á Hellisheiði í dag og þarf því að aka varlega um heiðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert