Rignt allt að 170 mm á Grundarfirði

Mikil rigning er á Vesturlandi í dag.
Mikil rigning er á Vesturlandi í dag. Kort/mbl.is

Á meðan sólin leikur við Austurland er úrhelli á Vesturlandi. Rignt hefur allt að 170 millimetrum á Grundarfirði frá miðnætti.

Óhætt er að segja að veðrinu sé misskipt eftir landshlutum um þessar mundir.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að úrkoma í Grundarfirði mælist nú yfir um 170 mm frá miðnætti. Og enn rignir.

Veðurfræðingur sem blaðamaður mbl.is ræddi við sagði þó ekki um met að ræða þó vissulega væri þetta mikil rigning.

Hann sagði að þar væri stöðugt úrhelli og að á hverri klukkustund bættust við um 15 ml sem jafngilti einni og hálfri fötu eða 15 lítrum á hvern fermetra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert