Sparkaði í stúlku upp úr þurru

Lögreglan hefur sinnt ýmsum verkefnum í dag.
Lögreglan hefur sinnt ýmsum verkefnum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í miðborgina í dag vegna aðila sem hafði sparkað í unglingsstelpu, að því er virtist upp úr þurru.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þegar lögreglan mætti á vettvang var aðilinn farinn og eftir leit í miðborginni var hann hvergi að finna.

Stelpan er ekki talin vera með alvarlega áverka og eftir samtal við lögreglu fór hún sína leið ásamt fjölskyldu.

Innbrot í heimahúsi

Sex ökumenn voru stöðvaðir í dag vegna gruns um aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 

Þar að auki var lögreglan kölluð í heimahús vegna gruns um innbrot og er málið til rannsóknar eins og stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert