Bensínið kláraðist á N1 á Egilsstöðum

Búið er að fylla á bensíntankana að nýju.
Búið er að fylla á bensíntankana að nýju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bensínlaust varð á eldsneytisstöð N1 á Egilsstöðum síðdegis í dag. 

Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, forstjóri Olíudreifingar, í samtali við mbl.is. Hann segir að eldsneytisleysið hafi komið til vegna mikillar sölu.

Árni kveðst ekki geta gefið nákvæma tímasetningu en segir að eldsneytið hafi urið upp „undir kvöld“ í dag. Hann segir að búið sé að fylla á eldsneytið að nýju. 

Fyrir nokkrum dögum varð bensínlaust á stöð N1 í Staðarskála. 

Þjónustustöð N1 á Egilsstöðum er fremst á myndinni.
Þjónustustöð N1 á Egilsstöðum er fremst á myndinni. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert