Erilsamt hjá lögreglu á Kótelettunni

Kótelettan var haldin um helgina.
Kótelettan var haldin um helgina. Ljósmynd/Mummi Lú

Erilsamt var hjá lögreglunni á Selfossi um helgina.

Tónlistarviðburðurinn Kótelettan fór fram á Selfossi um helgina. Þrátt fyrir leiðindaveður mætti fjöldi fólks á viðburðinn.

Engin kynferðisbrotamál verið tilkynnt

Eyþór Gunn­ars­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Sel­foss, segir viðburðinn hafa farið vel fram. Þó hafi gærdagurinn verið erilsamur hjá lögreglunni.

„Að mestu leyti var fólk til friðs,“ segir Eyþór.

Lögreglu barst tilkynningar um slagsmál, en að sögn Eyþórs slasaðist enginn alvarlega í þeim. Þá hafa enn sem komið er engin kynferðisbrotamál verið tilkynnt til lögreglu. 

Meiri löggæsla var á svæðinu en tíðkast hefur síðustu ár.

„Það var ákveðið að bæta við gæslu á svæðið og fleiri lögreglumönnum á vakt,“ segir Eyþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert