Agnar Már Másson
Í dag mældist 26,9 stiga hiti við Egilsstaðarflugvöll en sólin hefur leikið við íbúa og ferðamenn á Austurlandi um helgina.
„Þetta í raun hæsta hitastig sem mælst hefur í ár,“ segir Marcel de Vries, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Þessi mikli hiti mældist um klukkan 15 í dag.
Þá hafa mælst 25 gráður á Skjaldþingsstöðum og 24 gráður í Þórudal.
Lægsti hitinn mældist í Ljósalandi í Fáskrúðsfirði, 4,8 stig, samkvæmt vef Veðurstofunnar.