Í forgangi hjá ráðuneytinu og klárað eftir sumar

Í framhaldi af áliti ESA var sett af stað vinnu …
Í framhaldi af áliti ESA var sett af stað vinnu við gerð samkomulags um samstarf þeirra aðila sem hafa aðkomu á vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika og koma að rannsókn slíkra mála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Málið tafðist því miður en vinna við það er á langt komin og í forgangi hjá ráðuneytinu að verði klárað fljótlega eftir sumarið,“ segir í skriflegu svari innviðaráðuneytis til mbl.is er spurt var afhverju væri ekki búið að uppfylla skuldbindingar að setja á fót formlegt fyrirkomulag til að tryggja samstarf viðeigandi opinberra aðila sem koma að rannsóknum flugslysa og alvarlegra flugatvika.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í maí 2022 út rökstutt álit þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi ekki uppfyllt skuldbindingar sínar skv. Samningum um Evrópska efnahagsvæðið þar sem fyrrnefnt fyrirkomulag hafði ekki verið sett á fót.

Hefur ESA tekið ákvörðun um að vísa málinu til EFTA-dómstólsins.

Drög lágu fyrir í fyrra

Segir í svari innviðaráðuneytisins að í framhaldi af áliti ESA hafi verið sett af stað vinnu við gerð samkomulags um samstarf þeirra aðila sem hafa aðkomu á vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika og koma að rannsókn slíkra mála.

„Að vinnu við gerð samkomulagsins komu auk innviðaráðuneytis, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, ríkislögreglustjóri, ríkissaksóknari og Samgöngustofa,“ segir í svari innviðaráðuneytis.

Kemur þá fram að drög samkomulagsins hafi legið fyrir í október 2023 og gert hafi verið ráð fyrir að málið yrði klárað fyrir lok þess árs. Hins vegar hafi orðið á málinu töf og þess í stað verði það klárað eftir sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert