Leita að manneskju í sjónum úti á Granda

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út. mbl.is/Árni Sæberg

Viðbragðsaðilar leita nú að manneskju sem talin er hafa farið í sjóinn við Örfirisey á Granda í vesturbæ Reykjavíkur.

Guðmundur Hreinsson, varðstjóri stoðdeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Rúv greindi fyrst frá.

Útkallið barst gæslunni um eitt leytið í nótt og stendur leitin enn yfir. Kyn manneskjunnar er ekki vitað.

Kafarar aðstoða við leitina auk þess sem að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Þá er bátur frá slökkviliðinu einnig notaður við leitina.

Uppfært 07:10:

Aðkomu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslunnar er lokið. Einstaklingurinn er ekki fundinn og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert