Mikil töf vegna umferðaróhapps

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Birna Paulina Einarsdóttir

Vegna umferðaróhapps við Geldingaá í Melasveit, skammt fyrir ofan Grundartanga, á Vesturlandsvegi má búast við umferðartöf.

Þetta kemur fram á umferdin.is. Löng bílalest er á svæðinu en lögregla stýrir umferð.

Samkvæmt heimildum mbl.is eru nokkrir sjúkra- og lögreglubílar á vettvangi. Virðast tveir bílar hafa rekist saman og annar hafnað utan vegar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka