Óskar Trump skjóts bata

Bjarni segir að árásir á stjórnmálamenn eigi ekki að líðast.
Bjarni segir að árásir á stjórnmálamenn eigi ekki að líðast. AFP

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra óskar Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, skjóts bata eftir árásina sem var framin á kosningafundi hans í Penn­sylvan­íu í gær. 

Bjarni birti færslu á samfélagsmiðlinum X rétt í þessu þar sem hann segir hug sinn vera hjá Trump, öðrum fórnarlömbum árásarinnar og fjölskyldum þeirra. 

Trump særðist á eyra í árás­inni. Al­rík­is­lög­regl­an rann­sak­ar málið sem bana­til­ræði. Auk árás­ar­manns­ins, lést einn gest­ur á fund­in­um í árás­inni. Tveir eru al­var­lega særðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert