„Rignir enn hraustlega“

„Nú í morgunsárið rignir enn hraustlega vestantil á landinu en á næstu klukkustundum mun talsvert draga úr ákefðinni, sunnan kaldi eða strekkingur þar þegar líður á morguninn og rigning eða súld með köflum.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Á austanverðu landinu er hins vegar útlit fyrir rjómablíðu, fremur hægur vindur, léttskýjað og hiti víða á bilinu 17 til 24 stig.

Á morgun má búast við tiltölulega hægum vind og þá mun létta til á Vesturlandi. Bjart og hlýtt veður verður í flestum landshlutum þegar líður á morguninn.

Hiti verður yfirleitt 14 til 23 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands, en þó eru líkur á þokulofti við austurströndina og verður mun svalara þar sem það lætur á sér kræla.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert