Þyrlan kölluð út í Þórsmörk

Þyrla Landshelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landshelgisgæslunnar var kölluð út. mbl.is/Sigurður Bogi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngugarps með opið beinbrot í Þórsmörk.

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um málið um tvöleytið í dag. 

Þetta staðfestir Eyþór Gunn­ars­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Sel­fossi, í samtali við mbl.is.

Björgunarsveitarmenn voru einnig ræstir út.

Uppfært kl. 16.57: Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu á Fossvogsspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert