Vara við bikblæðingum: „Akið varlega“

Blikblæðing á Fagradal í lok júní.
Blikblæðing á Fagradal í lok júní. Ljósmynd/Aðsend

Vegagerðin varar ökumenn við bikblæðingum næstu daga á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austfjörðum.

Vart hef­ur orðið við bik­blæðing­ar víða á Aust­ur­landi og Vest­fjörðum í sumar. Mikið hlýindaveður hefur verið á austanverðu landinu um helgina sem kann að hafa valdið blæðingunum.

„Akið varlega“

„Vinsamlegast akið varlega,“ skrifar Vegagerðin á umferdin.is.

Sérfræðingur sem mbl.is ræddi við á dögunum segir að þungaflutningar á vegunum séu yfirleitt einn helsti blæðingavaldurinn auk snarp­ra veðurfars­breyt­ing­a. 

Al­menn­ur mis­skilning­ur sé að ný teg­und af veg­klæðningu sé or­sök bik­blæðinga á land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert