99 ár síðan fyrsta ballið var haldið

Ögurballið mun vera haldið á laugardaginn.
Ögurballið mun vera haldið á laugardaginn. Ljósmynd/Aðsend

Ögurballið, sveitaball í Ögur við Ísafjarðardjúp, verður haldið á laugardag. Ballið hefur verið haldið síðan árið 1925 og mun því 100 ára afmæli þess vera fagnað á næsta ári.

„Þetta er fólk frá 18 ára og upp í 88 ára að koma saman og skemmta sér við góða tónlist,“ segir Guðrún Helga Hafliðadóttir, skipuleggjandi ballsins, í samtali við mbl.is. 

Guðrún segir aðsóknina á ballið hafa aukist mikið í kjölfar kórónuveirufaraldursins og að fólk sé nú að koma alls staðar að.

Þreif eftir böllin sem barn

Fjölskylda Guðrúnar á Ögur og heldur ballið, en Guðrún segist hafa verið að hjálpa til síðan hún var ung.

„Maður byrjar alltaf í því að þrífa eftir böll, í dósasöfnun og að passa börnin,“ segir Guðrún og bætir við að hún hafi síðan farið að hjálpa til við ballið þegar hún varð 18 ára.

Miðinn á ballið kostar 8000 krónur en innifalið í honum er stæði á tjaldsvæði, miði á ballið og heimagerður rabarbaragrautur með rjóma, en hefð er fyrir því að bjóða upp á hann á ballinu. Guðrún mun elda hann eftir uppskrift ömmu sinnar, Maju í Ögri. 

Guðrún segir helgina í raun byrja á föstudaginn en fyrir ballið verður meðal annars hægt að taka þátt í barsvari og drykkjuleiknum „beer pong“. Hljómsveitin Fagranes mun spila í samkomuhúsinu, þar sem ballið er haldið, en það hefst klukkan ellefu um kvöld og lýkuyr klukkan þrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert