Ágengur betlari til leiðinda í miðbænum

Annasöm vakt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Annasöm vakt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Óvelkomnum var vísað úr húsi í miðbæ Reykjavíkur og í Árbænum, betlari í miðbænum er sagður hafa verið ágengur og lögreglan var kölluð út í Árbæ vegna hunds í bifreið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Greint er frá því að lögregla hafi haft afskipti af ökumanni sem var sofandi undir stýri í Hlíðunum. Sömuleiðis hafi ökumaður í Garðabæ verið tekinn fyrir það að aka án réttinda og þar að auki ölvaður. Annað tilfelli ölvunaraksturs hafi einnig komið upp í Hafnarfirði.

Bíllinn á bak og burt 

Þá er betlarinn í miðbænum sagður hafa verið með leiðindi og mjög ágengur. Einnig kom upp líkamsárás í miðbænum.

Í Árbænum var haft samband við lögreglu vegna áhyggja af hundi í bifreið en bifreiðin var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert