Einn í haldi og verður yfirheyrður í dag

Maður er í haldi lögreglunnar sem er grunaður um líkamsmeiðingar …
Maður er í haldi lögreglunnar sem er grunaður um líkamsmeiðingar og frelsissviptingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan er með einn mann í haldi sem er grunaður um líkamsmeiðingar og frelsissviptingu.

Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi segir í samtali við mbl.is að maður sé í varðhaldi sem er grunaður um líkamsmeiðingar og frelsissviptingu en lögreglan var kölluð að heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöld.

Guðmundur segir að einn maður hafi verið fluttur á slysadeild og sé hann mögulega kinnbeinsbrotinn. Hann segir að málið sé á frumstigi rannsóknar en maðurinn sem er í haldi verður yfirheyrður fyrir hádegi í dag.

Að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar var maðurinn einnig grunaður um rán en Guðmundur Pétur segir það óljóst og muni skýrast síðar. Hann segir að um sé að ræða aðila sem þekkjast og að lögregla þekki til geranda og þolanda í málinu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert