Færðu verkefnasvæðið þrisvar vegna fuglalífs

Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir og brekkurnar ofan Saltvíkur.
Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir og brekkurnar ofan Saltvíkur. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Yggdras­ill Car­bon hef­ur hafið skóg­rækt ofan Salt­vík­ur, rétt sunn­an við Húsa­vík. Skipt­ar skoðanir eru um skóg­inn sem rækta á upp.

For­stöðumaður Nátt­úru­stofu Norðaust­ur­lands tel­ur að sveit­ar­stjórn Norðurþings hafi ekki hlustað á rök stofn­un­ar­inn­ar um vernd­un nátt­úru og fugla­lífs á svæðinu.

Ríkey Ásta Þor­steins­dótt­ir, verk­efna­stjóri fram­kvæmda hjá Yggdrasli Car­bon, seg­ir að fyr­ir­tækið hafa fært upp­runa­lega verk­efna­svæðið þris­var sinn­um til þess að tak­marka all­an skaða á fugla­lífi á svæðinu.

„Við tók­um allri gagn­rýni

„Við erum aldrei í þess­um verk­efn­um til þess að eyðileggja svæðið og ís­lensk nátt­úra er okk­ar hagaðili í öll­um okk­ar verk­efn­um,“ seg­ir Ríkey.

„Við tók­um allri gagn­rýni, það er aldrei ætl­un­in okk­ar að koma inn á svæði og her­taka eða eyðileggja sá nátt­úru sem er nú þegar á svæðinu,“ bæt­ir hún við.

Ríkey legg­ur áherslu á að þetta sé lít­il pró­senta af heild­armó­lendi á Íslandi og ekki sé verið að ganga á mik­il­væga fugla­stofna.

Skapa góðar aðstæður fyr­ir spör­fugla

„Heiðlóur og spó­ar munu að öll­um lík­ind­um forðast upp­vax­inn og þétt­an skóg og er gerð grein fyr­ir því í um­sögn verk­efn­is­ins að ganga megi út frá að þess­ar teg­und­ir hverfi á ná­kvæm­lega þessu svæði til lengri tíma.

En þó er vert að hafa í huga að áhrif skóg­rækt­ar­inn­ar á stofn rjúpna er óviss­ari, þar sem rjúp­ur sækja tals­vert í skóg­lendi, þá sér­stak­lega á vet­urna,“ seg­ir Ríkey.

Þá vill hún einnig benda á að þegar fram líða stund­ir muni í skóg­in­um mynd­ast góðar aðstæður fyr­ir aðrar teg­und­ir, til dæm­is spör­fugla.

Tel­ur hún sömu­leiðis að í fyll­ingu tím­ans verði skóg­ur­inn einnig skemmti­legt úti­vist­ar­svæði fyr­ir íbúa sveit­ar­fé­lags­ins.

Áhyggj­ur af gjöf­ulu berjalandi

Nú þegar verk­efnið er komið af stað og jarðvinnsla haf­in í Salt­vík­ur­brekk­um vakna upp áhyggj­ur af gjöf­ulu berjalandi í grennd­inni og hvaða áhrif skóg­ur­inn kunni að hafa á þau lönd.

„Um­merki henn­ar [jarðvinnsl­unn­ar] eru vissu­lega ekki fal­leg til að byrja með en á svæðum eins og þess­um ættu um­merk­in ekki að vara lengi og verður landið fljótt að gróa og jafna sig. Gerð er grein fyr­ir þeirri los­un sem fylg­ir jarðvinnslu í öll­um gögn­um um verk­efnið og við vott­un þess.

Einnig eru all­ir verk­tak­ar látn­ir halda utan um hversu mik­il olía eða bens­ín er notað við verk­efnið, hvort sem það er vegna plöntu­flutn­inga, jarðvinnslu, girðing­ar­vinnu eða ann­ars,“ seg­ir Ríkey um áhyggj­ur fólks tengd­ar jarðvinnslu og bend­ir einnig á að brekk­urn­ar sem eru grón­ar aðal­blá­berja­lyngi verði und­an­skild­ar gróður­setn­ingu, til að auka gildi svæðis­ins til úti­vist­ar.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka