Færðu verkefnasvæðið þrisvar vegna fuglalífs

Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir og brekkurnar ofan Saltvíkur.
Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir og brekkurnar ofan Saltvíkur. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Yggdrasill Carbon hefur hafið skógrækt ofan Saltvíkur, rétt sunnan við Húsavík. Skiptar skoðanir eru um skóginn sem rækta á upp.

Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur að sveitarstjórn Norðurþings hafi ekki hlustað á rök stofnunarinnar um verndun náttúru og fuglalífs á svæðinu.

Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri framkvæmda hjá Yggdrasli Carbon, segir að fyrirtækið hafa fært upprunalega verkefnasvæðið þrisvar sinnum til þess að takmarka allan skaða á fuglalífi á svæðinu.

„Við tókum allri gagnrýni

„Við erum aldrei í þessum verkefnum til þess að eyðileggja svæðið og íslensk náttúra er okkar hagaðili í öllum okkar verkefnum,“ segir Ríkey.

„Við tókum allri gagnrýni, það er aldrei ætlunin okkar að koma inn á svæði og hertaka eða eyðileggja sá náttúru sem er nú þegar á svæðinu,“ bætir hún við.

Ríkey leggur áherslu á að þetta sé lítil prósenta af heildarmólendi á Íslandi og ekki sé verið að ganga á mikilvæga fuglastofna.

Skapa góðar aðstæður fyrir spörfugla

„Heiðlóur og spóar munu að öllum líkindum forðast uppvaxinn og þéttan skóg og er gerð grein fyrir því í umsögn verkefnisins að ganga megi út frá að þessar tegundir hverfi á nákvæmlega þessu svæði til lengri tíma.

En þó er vert að hafa í huga að áhrif skógræktarinnar á stofn rjúpna er óvissari, þar sem rjúpur sækja talsvert í skóglendi, þá sérstaklega á veturna,“ segir Ríkey.

Þá vill hún einnig benda á að þegar fram líða stundir muni í skóginum myndast góðar aðstæður fyrir aðrar tegundir, til dæmis spörfugla.

Telur hún sömuleiðis að í fyllingu tímans verði skógurinn einnig skemmtilegt útivistarsvæði fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Áhyggjur af gjöfulu berjalandi

Nú þegar verkefnið er komið af stað og jarðvinnsla hafin í Saltvíkurbrekkum vakna upp áhyggjur af gjöfulu berjalandi í grenndinni og hvaða áhrif skógurinn kunni að hafa á þau lönd.

„Ummerki hennar [jarðvinnslunnar] eru vissulega ekki falleg til að byrja með en á svæðum eins og þessum ættu ummerkin ekki að vara lengi og verður landið fljótt að gróa og jafna sig. Gerð er grein fyrir þeirri losun sem fylgir jarðvinnslu í öllum gögnum um verkefnið og við vottun þess.

Einnig eru allir verktakar látnir halda utan um hversu mikil olía eða bensín er notað við verkefnið, hvort sem það er vegna plöntuflutninga, jarðvinnslu, girðingarvinnu eða annars,“ segir Ríkey um áhyggjur fólks tengdar jarðvinnslu og bendir einnig á að brekkurnar sem eru grónar aðalbláberjalyngi verði undanskildar gróðursetningu, til að auka gildi svæðisins til útivistar.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert