Færri hótelbókanir fyrir austan

Hótel Hallormsstaður á Austurlandi.
Hótel Hallormsstaður á Austurlandi. mbl.is

Jóhann Pétur Reyndal, einn eigenda Hótels Valaskjálfar og Hótels Hallormsstaðar, segir samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu birtast í bókunum hjá báðum hótelum.

„Vissulega sjáum við fækkun frá fyrra ári í okkar bókunum, hvort heldur í sumar eða áframhaldandi í vetur, en það á eftir að koma í ljós hversu mikil hún verður,“ segir Jóhann Pétur.

Tilefnið er að erlendir ferðamenn á Íslandi voru 9% færri í júní en í sama mánuði í fyrra. Þá benda nýjar tölur Hagstofunnar til að seldar hafi verið 11.732 gistinætur á Austurlandi í maí en 15.430 gistinætur í maí í fyrra. Það er 24% samdráttur. Jóhann Pétur segir ljóst að fækkun ferðamanna hafi áhrif á hótel á landsbyggðinni.

„Það er ljóst að ef ferðamaðurinn er að verja færri dögum á Íslandi munu staðir sem eru fjær Keflavíkurflugvelli líða meira fyrir það en staðir sem eru nær. Almennt er það þannig að því lengri sem fjarlægðin er frá Keflavíkurflugvelli því meiri verða áhrifin,“ segir Jóhann Pétur.

Verðum að vera vakandi

Þessi staða gefi tilefni til að endurmeta framlög til markaðssetningar á Íslandi.

„Það er eðlilegt að það séu sveiflur í ferðaþjónustu. Við verðum hins vegar að gæta að markaðssetningu. Stærstu fyrirtæki í heimi – fyrirtæki á borð við McDonald‘s, Coca Cola og Nike – fjárfesta stöðugt í markaðssetningu. Það er ekkert öðruvísi hjá okkur. Við verðum að halda áfram. Maður slekkur ekki bara á hreyflum á flugvél í miðju lofti og heldur að hún svífi endalaust.

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert