Fjaðrafok vegna frægrar veggmyndar

Veggmyndin sem um ræðir. Ljósmyndin var tekin fyrr í dag.
Veggmyndin sem um ræðir. Ljósmyndin var tekin fyrr í dag. mbl.is/Eyþór

„Er þetta ekki bara stormur í vatnsglasi?" segir Sigríður Jónsdóttir, Systa, um mikla óánægju sem gætti í facebookhópnum Íbúar í Miðborg um að mála ætti yfir fræga veggmynd á Laugaveginum þar sem Verslun Guðsteins Eyjólfssonar var áður til húsa.

Systa er eigandi verslunarinnar AFF concept store sem tók við af henni fyrr á árinu. 

„Hér er búið að vera viðhald á húsinu. Það er búið að vera að mála allt húsið og alla glugga og gera allt fallegt hérna. Það þarf að gera viðhald á þessum vegg og laga hann til og það er búið að gera allar ráðstafanir til að það sé alveg hægt að endurtaka þetta," bætir hún við, spurð út í veggmyndina.

Umrætt hús er friðað, rétt eins og kemur fram á vef Minjastofnunar, en Systa er ekki einn af eigendum þess heldur leigjandi. Hún kveðst skilja vel að málið hafi vakið umtal, enda veggmyndin skemmtileg, rétt eins og aðrar sem finna má á mörgum húsum í miðbænum.

„Hérna var rekin herrafataverslun í svo mörg ár að það er gaman að hafa þetta uppi," segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert