Krefst þess að varðhaldið verði framlengt

Gæsluvarðhald yfir Pétri Jökli Jónassyni rennur út í dag.
Gæsluvarðhald yfir Pétri Jökli Jónassyni rennur út í dag. Samsett mynd

Héraðssaksóknari leggur fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Pétri Jökli Jónassyni vegna stóra kókaínmálsins svokallaða.

Þetta staðfestir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við mbl.is og bætir við að aðalmeðferð í málinu fari fram 12. til 14. ágúst.

Varðhald hefði runnið út í dag

Pét­ur er ákærður fyr­ir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og var úrskurðaður í gæsluvarðhald 18. júní. Varðhaldið rennur út í dag en að sögn Dagmars verður gerð krafa um framlengingu.

Pétri er gefið að sök að hafa staðið að inn­flutn­ingi á 99,25 kg af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu með viðkomu í Hollandi.

Málinu vísað frá dómi

Þrír hafa nú þegar verið dæmdir fyrir sinn þátt í málinu en Pétur var handtekinn í febrúar við komu til Íslands. Hafði hann þá verið eftirlýstur hjá Interpol í tengslum við málið.

Héraðsdómur vísaði máli héraðssaksóknara gegn Pétri frá dómi í júní vegna hve óskýrlega gert var grein fyrir aðkomu hans að málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka