Skiptar skoðanir um nýjan skóg

Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, og brekkurnar fyrir ofan …
Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, og brekkurnar fyrir ofan Saltvík. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Yggdras­ill Car­bon hef­ur hafið skóg­rækt ofan Salt­vík­ur, rétt sunn­an við Húsa­vík. Skipt­ar skoðanir eru um skóg­inn.

For­stöðumaður Nátt­úru­stofu Norðaust­ur­lands tel­ur að sveit­ar­stjórn Norðurþings hafi ekki hlustað á rök stofn­un­ar­inn­ar um vernd­un nátt­úru og fugla­lífs á svæðinu.

Sveit­ar­stjórn Norðurþings samþykkti í janú­ar til­lögu skipu­lags- og fram­kvæmdaráðs um að út­hluta Yggdrasli Car­bon landi til skóg­rækt­ar fyr­ir ofan Salt­vík. Nú er ferlið hafið að gróður­setja rúm­lega 290 þúsund tré.

Brekkurnar fyrir ofan Saltvík.
Brekk­urn­ar fyr­ir ofan Salt­vík. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Skóg­rækt­in gjör­breyti fugla­líf­inu

Þorkell Lind­berg Þór­ar­ins­son, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Norðaust­ur­lands, bend­ir á að fyr­ir­huguð skóg­rækt muni eiga sér stað á vel grónu mó­lendi sem væri sjald­gæft við Húsa­vík.

„Við bent­um sveit­ar­fé­lag­inu á að það væri kannski betra að koma skóg­rækt eins og þess­ari fyr­ir á öðru­vísi landi, ekki svona ríku­legu mó­lendi eins og þarna er,“ seg­ir Þorkell.

„Þarna er líka fugla­líf sem er mik­il­vægt að vernda og standa vörð um, en þessi skóg­rækt­un mun auðvitað gjör­breyta fugla­líf­inu á svæðinu með tíð og tíma,“ seg­ir Þorkell.

Hann bend­ir á að hlut­verk Nátt­úru­stof­unn­ar sé að benda stjórn­völd­um á það sem bet­ur má fara gagn­vart nátt­úru­vernd, en að ekki hafi verið tekið til­lit til at­huga­semda þeirra í þessu máli.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka