Skiptar skoðanir um nýjan skóg

Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, og brekkurnar fyrir ofan …
Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, og brekkurnar fyrir ofan Saltvík. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Yggdrasill Carbon hefur hafið skógrækt ofan Saltvíkur, rétt sunnan við Húsavík. Skiptar skoðanir eru um skóginn.

Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur að sveitarstjórn Norðurþings hafi ekki hlustað á rök stofnunarinnar um verndun náttúru og fuglalífs á svæðinu.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í janúar tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um að úthluta Yggdrasli Carbon landi til skógræktar fyrir ofan Saltvík. Nú er ferlið hafið að gróðursetja rúmlega 290 þúsund tré.

Brekkurnar fyrir ofan Saltvík.
Brekkurnar fyrir ofan Saltvík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Skógræktin gjörbreyti fuglalífinu

Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, bendir á að fyrirhuguð skógrækt muni eiga sér stað á vel grónu mólendi sem væri sjaldgæft við Húsavík.

„Við bentum sveitarfélaginu á að það væri kannski betra að koma skógrækt eins og þessari fyrir á öðruvísi landi, ekki svona ríkulegu mólendi eins og þarna er,“ segir Þorkell.

„Þarna er líka fuglalíf sem er mikilvægt að vernda og standa vörð um, en þessi skógræktun mun auðvitað gjörbreyta fuglalífinu á svæðinu með tíð og tíma,“ segir Þorkell.

Hann bendir á að hlutverk Náttúrustofunnar sé að benda stjórnvöldum á það sem betur má fara gagnvart náttúruvernd, en að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda þeirra í þessu máli.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert