Styrkja búseturétthafa í Grindavík

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95% af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Frá þessu var greint á vef stjórnarráðsins fyrr í dag. 

Búseturéttur er einskonar millivegur milli leigu og eignar. Í honum felst ótímabundinn afnotaréttur sem stofnast við greiðslu búseturéttrgjalds en honum er svo viðhaldið með greiðslu mánaðarlegs afnotagjalds. 

Samkvæmt ráðuneytinu, er áætlað er að um 30 íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins sem allar eru á vegum samvinnufélagsins Búmanna. Áætlað er að kostnaður muni því nema um 275 m.kr. fyrir allar 30 eignirnar, en ríkissjóður mun að fullu sjá um fjármögnun framkvæmdarinnar. 

Þórkötlu tókst ekki að semja

Leitað var til fjármála- og efnahagsráðuneytisins eftir að samningar náðust ekki milli fasteignafélagsins Þórkötlu og Búmanna í Grindavík, en fjármála- og efnahagsráðherra en samkvæmt lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík er honum heimilt að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna.

Samhliða því munu Búmenn áfram bjóða búseturéttarhöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert