Á þriðja hundrað mótmæltu ábyrgðarleysi

Mótorhjólafólk kom saman við Korputorg og óku svo að höfuðstöðvum …
Mótorhjólafólk kom saman við Korputorg og óku svo að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Heiðdal Jónsson

Mótmæli bifhjólafólks í gærkvöldi vegna ákvörðunar héraðssaksóknara um að fella niður mál í tengslum við banaslys á Kjalarnesi fyrir fjórum árum, gengu vonum framar. Þetta segir Atli Már Jóhannsson, einn af skipuleggjendum hópsins sem stóð fyrir viðburðinum. 

Á þriðja hundrað manns tóku þátt í mótmælunum, sem stóðu yfir í um tvær klukkustundir. Bifhjólin voru yfir 200 talsins og einhverjir komu einnig á bílum til að sýna stuðning sinn í verki. 

Fólk er slegið 

„Þetta var miklu meiri mæting en við áttum von á. Fólk er almennt svakalega slegið yfir því að það sé enginn dreginn til ábyrgðar vegna þessa máls. Við fundum það mjög sterkt í gær að það er ástæðan fyrir því að fólk var að koma. Það er bara búið að fá nóg," segir Atli Már.

Til stóð að aka frá Korputorgi upp á Kjalarnes. Hætta þurfti við það vegna vegaframkvæmda á Kjalarnesi á sama tíma á vegum Vegagerðarinnar. Því var ákveðið að aka að húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni í Garðabæ. Þar voru skilaboð límd á hurðina sem á stóð „Axlið ábyrgð", að því er Atli Már greinir frá.

Frá mótmælum mótorhjólafólks í gær.
Frá mótmælum mótorhjólafólks í gær. Ljósmynd/Heiðdal Jónsson
Vegarkaflinn þar sem slysið varð fyrir fjórum árum.
Vegarkaflinn þar sem slysið varð fyrir fjórum árum. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert