Á þriðja hundrað mótmæltu ábyrgðarleysi

Bifhjólafólk kom saman við Korputorg og ók svo að höfuðstöðvum …
Bifhjólafólk kom saman við Korputorg og ók svo að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Heiðdal Jónsson

Mót­mæli bif­hjóla­fólks í gær­kvöldi vegna ákvörðunar héraðssak­sókn­ara um að fella niður mál í tengsl­um við bana­slys á Kjal­ar­nesi fyr­ir fjór­um árum, gengu von­um fram­ar. Þetta seg­ir Atli Már Jó­hanns­son, einn af skipu­leggj­end­um hóps­ins sem stóð fyr­ir viðburðinum. 

Á þriðja hundrað manns tóku þátt í mót­mæl­un­um, sem stóðu yfir í um tvær klukku­stund­ir. Bif­hjól­in voru yfir 200 tals­ins og ein­hverj­ir komu einnig á bíl­um til að sýna stuðning sinn í verki. 

Fólk er slegið 

„Þetta var miklu meiri mæt­ing en við átt­um von á. Fólk er al­mennt svaka­lega slegið yfir því að það sé eng­inn dreg­inn til ábyrgðar vegna þessa máls. Við fund­um það mjög sterkt í gær að það er ástæðan fyr­ir því að fólk var að koma. Það er bara búið að fá nóg," seg­ir Atli Már.

Til stóð að aka frá Korpu­torgi upp á Kjal­ar­nes. Hætta þurfti við það vegna vega­fram­kvæmda á Kjal­ar­nesi á sama tíma á veg­um Vega­gerðar­inn­ar. Því var ákveðið að aka að hús­næði Vega­gerðar­inn­ar í Suður­hrauni í Garðabæ. Þar voru skila­boð límd á hurðina sem á stóð „Axlið ábyrgð", að því er Atli Már grein­ir frá.

Frá mótmælum bifhjólafólks í gær.
Frá mót­mæl­um bif­hjóla­fólks í gær. Ljós­mynd/​Heiðdal Jóns­son
Vegarkaflinn þar sem slysið varð fyrir fjórum árum.
Veg­arkafl­inn þar sem slysið varð fyr­ir fjór­um árum. mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert