Dýrara að horfa á enska boltann

Erling Haaland og Rodri í leik Manchester City gegn Wolves …
Erling Haaland og Rodri í leik Manchester City gegn Wolves í maí. AFP/Darren Staples

Nú þegar Evrópumótið í knattspyrnu er búið eru hörðustu boltabullurnar farnar að telja niður dagana þangað til enska úrvalsdeildin í knattspyrnu fer aftur af stað í næsta mánuði.

Nú ber svo við að dýrara verður að fylgjast með útsendingum hjá Símanum en síðasta vetur. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Símans þar sem kynntar eru verð- og skilmálabreytingar.

Ákveðið hefur verið að Síminn Sport muni hætta sem stök áskriftarvara og munu áskrifendur færast yfir í efnisveituna Sjónvarp Símans Premium.

Við þá tilfærslu munu þeir þurfa að greiða 8.000 krónur á mánuði í stað 7.000 króna áður. Á móti fá þeir aðgang að því sem efnisveitan hefur upp á að bjóða. Verðhækkunin nemur rúmum 14%.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert