Ekki fleiri greinst með veiruna í eitt og hálft ár

66 einstaklingar greindust með veiruna í síðustu viku.
66 einstaklingar greindust með veiruna í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki hafa greinst fleiri kórónuveirusmit á einni viku, á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, síðan í ársbyrjun 2023.

Þetta staðfestir Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir á deildinni, í samtali við mbl.is en 66 einstaklingar greindust með veiruna í síðustu viku.

Greindum smitum fjölgað síðustu vikur

Hún segir greindum smitum hafa farið fjölgandi síðustu vikur og nefnir sem dæmi að í fyrstu vikunni í júlí hafi 52 einstaklingar greinst með veiruna og 48 vikuna þar á undan. 

Guðrún segir ljóst að fleiri einstaklingar geti verið smitaðir, en tölurnar ná aðeins yfir þá sem deildin hefur greint með veirusýkinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert