Farþega vísað úr flugvél Play

Vélin var á leið frá Kaupmannahöfn til Íslands.
Vélin var á leið frá Kaupmannahöfn til Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþega var vísað úr flugvél Play í Kaupmannahöfn í dag. Honum var vísað frá borði vegna ógnandi hegðunar í garð flugliða.

Þetta segir Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play í samtali við mbl.is

„Það var einn farþegi fjarlægður sem hafði verið með óspektir. Þrír farþegar fóru með honum út sem vildu ekki ferðast án hans,“ segir Birgir.

Seinkaði um tólf mínútur

Flugvélin var á leið frá Kaupmannahöfn til Íslands. Komu á Keflavíkurflugvöll seinkaði um tólf mínútur, en vélin lenti klukkan 14.12.

Birgir segist ekki hafa upplýsingar um það hvort faþeginn hafi verið íslenskur. Að sögn Birgis var það ákvörðun flugstjóra að vísa farþeganum frá borði, en flugstjórinn taldi ekki óhætt að fljúga með hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert