Grípa til aðgerða: Covid-19 breiðist hratt út

Fram kemur að 32 séu í einangrun í dag.
Fram kemur að 32 séu í einangrun í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sjúk­dóm­ur­inn Covid-19 hef­ur greinst á átta deild­um Land­spít­ala og breiðst hratt út á nokkr­um þeirra.

Frá þessu grein­ir Land­spít­al­inn í til­kynn­ingu.

Tekið er fram að sjúk­ling­ar hafi smit­ast og verið ein­angraðir skv. verklags­regl­um þar um, en einnig sé tals­vert um að starfs­fólk smit­ist og sé frá vinnu jafn­vel í marga daga.

Þá seg­ir að í dag séu 32 sjúk­ling­ar í ein­angr­un vegna sjúk­dóms­ins á Land­spít­ala, á Landa­koti, á Hring­braut og í Foss­vogi, og að um sé að ræða þriðja sum­arið þar sem bylgja Covid-sýk­inga herji á lands­menn.

„Vert er að árétta að sjúk­ling­ar með veiru­sýk­ing­ar í önd­un­ar­fær­um og ein­kenni af þeim eru alltaf ein­angraðir frá öðrum hvort sem um er að ræða in­flú­ensu, RS veiru eða Covid. Ávallt er viðhöfð grund­vall­arsmit­gát í öll­um sjúk­linga­sam­skipt­um en nú er nauðsyn­legt að grípa til frek­ari aðgerða sem reynd­ust vel í fyrri Covid-bylgj­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Regl­ur taka gildi á morg­un

Á Land­spít­ala taki eft­ir­far­andi regl­ur gildi á morg­un kl. 8 ár­deg­is:

„Grímu­skylda í öll­um sjúk­linga­sam­skipt­um. Þá gild­ir að starfs­fólk ber grímu í sam­skipt­um við inniliggj­andi sjúk­linga. Þeir sem koma á göngu­deild­ir skulu bera grímu og einnig er öll­um heim­sókn­ar­gest­um og öðrum ut­anaðkom­andi aðilum skylt að bera grímu. Starfs­fólk þarf ekki að bera grímu í starfs­manna­rým­um nema það sé með ein­kenni sem gætu bent til önd­un­ar­færa­sýk­ing­ar.

Hand­hreins­un: Öllum er skylt að hreinsa hend­ur enda er það ein­fald­asta og áhrifa­rík­asta leiðin til að rjúfa smit­leiðir.

Heim­sókna­tak­mark­an­ir: Heim­sókn­ar­tími verður stytt­ur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helg­ar. Mælst er til að börn und­ir 12 ára aldri komi ekki í heim­sókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúk­lings. Eins og áður er alltaf tekið til­lit til aðstæðna og und­anþágur gefn­ar (vakt­stjóri á deild) en þetta er meg­in­lín­an.

Þegar far­ald­ur er á deild er heim­ilt að loka al­veg fyr­ir heim­sókn­ir tíma­bundið en hafa þó áfram þann mögu­leika að gefa und­anþágur.

Þess­ar regl­ur taka gildi miðviku­dag­inn 17. júlí kl. 8 og verða end­ur­skoðaðar mánu­dag­inn 21. júlí á fundi far­sótta­nefnd­ar og sýk­inga­varna­deild­ar.

Við vænt­um góðrar sam­vinnu við alla hlutaðeig­andi. Það er mikið í húfi og aðeins með sam­stilltu átaki náum við ár­angri. Eins og áður er net­fangið far­sotta­nefnd@land­spitali.is virkt og þangað er hægt að beina fyr­ir­spurn­um á dag­vinnu­tíma.“

Upp­fært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka