Lífríki Mývatns er að taka við sér

Lífríkið í Mývatni virðist vera að taka við sér á …
Lífríkið í Mývatni virðist vera að taka við sér á ný, sem eru gleðitíðindi fyrir fisk og fiðurfé þar um slóðir. mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson

Lífríkið í Mývatni virðist vera að fara í uppsveiflu á ný eftir niðurdrátt í fyrra. Þetta segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatns- og eldissviðs Hafrannsóknastofnunar, í samtali við Morgunblaðið.

Búast megi við að botninum sé náð og uppsveifla hafin á ný. Tíminn sem liðið hefur á milli sveiflna í vatninu sé 7 til 9 ár, en orsakasamhengið megi skýra með flæði næringarefna í vatninu.

Guðni Guðbergsson.
Guðni Guðbergsson. mbl.is/Hallur Már

Miklar sveiflur í seinni tíð

„Það hafa verið miklar sveiflur í Mývatni í seinni tíð og komið átuleysisár. Það er athyglisvert að í þessu mjög frjósama vatni skuli geta orðið svo lítil áta að þar kemst varla upp silungur eða andarungi. En svo sveiflast vatnið aftur í gírinn og þá braggast lífríkið,“ segir Guðni. Bleikju sé þó almennt að fækka þegar horft er til landsins alls.

Stífar veiðitakmarkanir hafa verið í Mývatni frá 2011 þar sem fjöldi neta sem hver jörð má leggja hefur verið takmarkaður og skiptist fjöldi neta eftir arðskrá þeirra jarða sem land eiga að vatninu.

Guðni segir að hugsunin með veiðitakmörkununum sé sú að þegar áta minnki í vatninu sé alltaf til hrygningarsilungur og seiði tiltæk þegar átan kemur upp aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert