Minnkandi líkur á yfir 20 stiga hita næstu daga

Rólegheitaveðri er spáð í dag.
Rólegheitaveðri er spáð í dag. mbl.is/Arnþór

Minnkandi líkur eru á að hitinn nái að rjúfa 20 stiga múrinn næstu daga, að því er segir í hugleiðingum Veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Þar segir þó að það geti helst gerst í innsveitum fyrir norðan.

Rólegheitaveðri er spáð í dag og verður fremur hlýtt á öllu landinu. Einkum á þetta við á miðju Norðurlandi. 

Þokubakki verður á sveimi úti við norður og austurströndina og verður mun svalara þar.

„Fremur hæg austlæg átt á morgun, miðvikudag og fimmtudag, víða dálítil væta og heldur svalara, en þurrt að kalla norðvestan til,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert