Neitar sök og látinn laus eftir yfirheyrslu

Lög­regl­an var kölluð að heima­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur í fyrrakvöld.
Lög­regl­an var kölluð að heima­húsi í miðbæ Reykja­vík­ur í fyrrakvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður sem var handtekinn á sunnudagskvöldið grunaður um líkamsmeiðingar og frelsissviptingu í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur var látinn laus eftir yfirheyrslu í gær. Hann neitar sök.

Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is og segir að málið sé til rannsóknar.

Hann segir að engin formleg kæra sé komin frá þolandanum vegna málsins en einn maður var fluttur á slysadeild lemstraður í andliti og er talið að hann hafi kinnbeinsbrotnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert