Sækja slasaðan göngumann á Hornstrandir

Björgunarskipið Gísli Jóns.
Björgunarskipið Gísli Jóns. Ljósmynd/Gústi Productions

Björgunarfélag Ísafjarðar fór fyrir hádegi á Hornstrandir til að sækja þar slasaðan göngumann. Björgunarskipið Gísli Jónsson er nú kominn í Hornvík, þar sem maðurinn verður fluttur um borð í björgunarskipið með léttabát. 

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu kemur fram að með í för séu sjúkraflutningamenn sem munu undirbúa manninn fyrir flutning.

Fjarskipti eru afar takmörkuð á Hornströndum og er á hluta svæðisins til að mynda ekkert farsímasamband. Barst tilkynningin um slasaða manninn til Neyðarlínuna frá tilkynnanda í byggð sem var í VHF-talstöðvasambandi við Hornvík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert