Þetta eru dýrustu og ódýrustu hamborgaramáltíðirnar

Hamborgari, franskar og gos er í huga margra hin fullkomna …
Hamborgari, franskar og gos er í huga margra hin fullkomna máltíð. Hún kostar þó sitt á veitingastöðum. mbl.is/Hákon Pálsson

Al­gengt verð á ham­borg­ara­máltíð á veit­ingastað á höfuðborg­ar­svæðinu er í kring­um þrjú þúsund krón­ur og hef­ur hækkað tals­vert síðasta eitt og hálfa árið.

Óform­leg könn­un Morg­un­blaðsins leiðir í ljós að all­ir veit­ingastaðir hafa hækkað verðið og sum­ir um­tals­vert.

Þetta er í þriðja sinn sem slík könn­un er fram­kvæmd. Hin fyrsta var gerð í fe­brú­ar 2023 og sú næsta í júní sama ár. Nú, ári síðar, er ástandið engu betra og mjög í takt við þær frétt­ir sem reglu­lega ber­ast af erfiðum rekstri veit­inga­húsa.

Hamborgaraverð er á uppleið.
Ham­borg­ara­verð er á upp­leið. Kort/​mbl.is

Dýr­ast hjá Ham­borg­arafa­brikk­unni

Rétt eins og fyrr er dýr­asta máltíðin hjá Ham­borg­arafa­brikk­unni. Fabrikku­stöðunum hef­ur reynd­ar fækkað tals­vert á þessu eina og hálfa ári en verðið hef­ur hækkað um 11%.

Nú kost­ar það 3.698 krón­ur að graðga í sig máltíð þar. Fjög­urra manna fjöl­skylda pung­ar út tæp­um 15 þúsund krón­um fyr­ir her­leg­heit­in.

Þá er ekki horft til þess að fjár­fest sé í sós­um eða öðru meðlæti og hvað þá að ein­hver leyfi sér munað á borð við bjór- eða vínglas með matn­um.

Kannað var verð hjá níu veit­inga­stöðum sem sér­hæfa sig í ham­borg­ur­um og bjóða upp á að gest­ir geti sest niður og notið mat­ar­ins.

Lesa má um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Árétt­ing: For­vars­menn Yuzu vilja koma því á fram­færi að á Yuzu er sósa með frönsk­um innifal­in í máltíðinni. Á öðrum stöðum sé rukkað í kring­um 300 krón­ur fyr­ir sósu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert