30 matarvagnar og sölubásar á Götubitahátíð

Frá Götubitahátíðinni í fyrra.
Frá Götubitahátíðinni í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Götubitahátíðin verður haldin í Hljómskálagarðinum um helgina, frá föstudegi og fram á sunnudag. 

Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum, en um er að ræða stærsta matarviðburð á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Keppt verður um besta götubita Íslands.
Keppt verður um besta götubita Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Þá verður keppt um besta götubita Íslands. Sigurvegarinn keppir fyrir hönd Íslands á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards í Þýskalandi, í lok september.

Ekkert kostar inn á hátíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert