Ákærður fyrir manndrápstilraun í Súðavík

Maðurinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.
Maðurinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Samsett mynd

Ákæra hefur verið gefin út á hendur manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í Súðavík. 

Þetta segir Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá héraðssak­sókn­ara, í samtali við mbl.is og bætir við að maðurinn sé ákærður fyrir tilraun til manndráps. 

Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur 

Ákæran hefur enn ekki verið birt en maðurinn er sá eini sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu.

Hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan snemma í júní þegar hann var úrskurðaður í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og gruns um að hafa stungið mann með hnífi í heimahúsi. 

Gæsluvarðhaldið rann út í dag en hefur verið framlengt um fjórar vikur að sögn Karls Inga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert