Banaslys ekki fleiri síðan 2018

Leita þarf aftur til ársins 2018 til að finna fleiri …
Leita þarf aftur til ársins 2018 til að finna fleiri banaslys á ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

11 manns hafa látist í átta banaslysum í umferðinni það sem af er ári. Athygli vekur að tala látinna á árinu er orðin hærri en árlegur fjöldi banaslysa síðustu ár.

Leita þarf aftur til ársins 2018 til að finna fleiri banaslys á ári en þau voru alls fimmtán það ár en á árunum 2019-2023 fóru banaslys á ári aldrei yfir tíu.

Í tölum sem Morgunblaðið fékk sendar frá Samgöngustofu sést að átta karlmenn og þrjár konur hafa látist í umferðinni það sem af er ári. Yngsta manneskjan var aðeins 19 ára gömul og sú elsta 71 árs. Þá urðu sex banaslys vegna árekstra ökutækja og tvö vegna útafaksturs.

Banaslys það sem af er ári.
Banaslys það sem af er ári. Graf/mbl.is

Mörg alvarleg slys á árinu

Ekki hefur einungis verið mikið um banaslys á árinu. Greint hefur verið frá mörgum alvarlegum umferðarslysum.

Til að mynda varð alvarlegt umferðarslys á Holtavörðuheiði 10. júlí þar sem tveir bílar skullu saman. Sex voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert