Breikkun Reykjanesbrautarinnar við Straumsvík gengur vonum framar

Unnið er að því að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík og …
Unnið er að því að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík og inn í Hafnarfjörð. mbl.is/Eyþór

„Þetta lítur vel út og framkvæmdir ganga vel,“ segir Þórddur Ottesen Arnarson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf., en fyrirtækið vinnur nú að breikkun Reykjanesbrautarinnar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða kaflann sem fer framhjá Álverinu í Straumsvík.

Fyrirtækið sér um framkvæmdina í samstarfi við Vegagerðina og segir Þóroddur að verkefnið sé á góðum tíma miðað við áætlanir sem lagðar voru fyrir í upphafi en nóg sé hins vegar eftir af framkvæmdum, til að mynda sé erfið brúarsmíði fram undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka