Brotist inn í ökutæki og annað gert upptækt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg gera í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg gera í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í dag nokkrar tilkynningar um einstaklinga með vímuefnavanda sem voru að valda ítrekuðu ónæði við stofnanir undir beru lofti. Einn var handtekinn og situr nú í fangaklefa. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Stöðvuðu mann sviptan ökuréttindum

Þá stöðvaði lögregla ökumann í umferðinni sem var sviptur ökuréttindum. Í dagbókinni kemur fram að hann hafi margoft verið stöðvaður af lögreglu að aka án ökuréttinda. Ökutæki hans var gert upptækt. Lögreglustöð eitt hafði afskitpi af manninum, hún sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnanesi. 

Brotist inn í bíl í Grafarvogi. Í dagbók lögreglu kemur fram að einhverjum munum hafi verið stolið og að málið sé í rannsókn.

Þá voru rúður brotnar við nýja verslun Vínbúðarinnar í Álfabakka. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert