„Ekkert veður“ í borginni það sem af er júlí

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa af og til undanfarið en …
Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa af og til undanfarið en þeir dagar eiga til að gleymast í rigningunni. mbl.is/Eyþór

„Það hefur ekkert veður verið,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðrið í Reykjavík það sem af er júlímánuði.

„Hiti er rétt undir meðallagi en það munar eiginlega engu. Hann er 11,2 stig, það er 0,2 stigum undir meðallagi,“ segir Trausti.

Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Trausti Jónsson veðurfræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls ekki með versta móti

Hafa sólskinsstundir í höfuðborginni verið 65 talsins en það er 21 stundu undir meðallagi.

Trausti bendir á að það sé alls ekki með versta móti. „2018 voru þær ekki nema 18 en í fyrra aftur á móti voru þær 188. Þannig að við erum eiginlega í miðjuhópi þó við séum undir meðallagi.“

Hann segir að svipað sé uppi á teningnum hvað úrkomu varðar. Hún hafi verið milli 30-40% yfir meðallagi „en ekkert út úr kortinu“.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert