Gámur á vegum Eimskips féll á bílastæði landbúnaðarfyrirtækisins Bústólpa á Akureyri í dag.
Samkvæmt heimildum mbl.is urðu ekki nein slys á fólki.
Gámurinn féll á girðingu Bústólpa og bílastæði þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins leggja. Bíl var lagt í stæði þar stuttu áður en gámurinn féll. Stæðin voru tóm þegar slysið átti sér stað.
Lögregla Norðurlands eystra var kölluð til, en hún vildi ekki tjá sig um málið.