Gámur féll á bílastæði á Akureyri

Enginn bíll var lagður í bílastæðið sem gámurinn féll á.
Enginn bíll var lagður í bílastæðið sem gámurinn féll á. Ljósmynd/Hólmgeir Karlsson

Gámur á vegum Eimskips féll á bílastæði landbúnaðarfyrirtækisins Bústólpa á Akureyri í dag.

Samkvæmt heimildum mbl.is urðu ekki nein slys á fólki.

Stæðin tóm

Gámurinn féll á girðingu Bústólpa og bílastæði þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins leggja. Bíl var lagt í stæði þar stuttu áður en gámurinn féll. Stæðin voru tóm þegar slysið átti sér stað.

Lögregla Norðurlands eystra var kölluð til, en hún vildi ekki tjá sig um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert