Gerhard König sæmdur riddarakrossi

Gerhard König ásamt Guðna forseta.
Gerhard König ásamt Guðna forseta. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir

Myndlistarmaðurinn Gerhard König var í dag sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vinnu í þágu varðveislu verka og endurreisn Listasafns Samúels Jónssonar. 

Í tilkynningu frá embættis forseta segir að Gerhard sé frá Þýskalandi og hafi í yfir aldarfjórðung unnið að endurreisn Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði.

„Gerhard kom fyrst í Selárdal sem ferðamaður árið 1997 og varð þegar hugfanginn af staðnum. Í kjölfarið gerðist hann stofnfélagi í Félagi listasafns Samúels Jónssonar, ásamt hópi Íslendinga. Sama ár hóf hann viðgerðir á listaverkum Samúels og húsum sem hann hefur síðan unnið ötullega að í yfir 70 ferðum vestur. Stendur verkefnið enn yfir,“ segir í tilkynningunni.

Frá heimsókn forseta á safnið í Selárdal í fyrra.
Frá heimsókn forseta á safnið í Selárdal í fyrra. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert