Göngumaðurinn í Suðursveit var ungur pólskur maður

Maðurinn starfaði í ferðaþjónustu á Íslandi.
Maðurinn starfaði í ferðaþjónustu á Íslandi. mbl.is

Maðurinn sem fannst látinn í Suðursveit fyrr í mánuðinum var pólskur maður, 22 ára að aldri. Maðurinn hét Ignacy og starfaði í ferðaþjónustu á Íslandi.

Pólski miðillinn TVN24 greinir frá.

Dawid Siódmiak, vinur og samstarfsfélagi Ignacy, birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann minntist vinar síns. Þeir félagar höfðu þrem vikum áður gengið upp á Hvannadalshnúk. Dawid segir Ignacy hafa farið í fjallgöngu á hverjum degi.

„Á frídegi sínum ákvað hann að fara lengri og erfiðari leið, en hann sneri ekki aftur til okkar. Ég trú því að einn daginn hittumst við aftur á toppi fjalls,“ skrifar David.

DV greinir fyrst frá íslenskra miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert