Í sjokki þegar þau sáu konuna í sjónum

Starfsmaður Special Tours þrífur einn af bátum fyrirtækisins. Myndin er …
Starfsmaður Special Tours þrífur einn af bátum fyrirtækisins. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var hvalaskoðunarbátur frá Special Tours sem fann konuna sem hafði komist af sjálfsdáðum í land í Engey og ætlaði síðan að synda þaðan til baka. Konunnar hafði verið leitað frá því aðfaranótt sunnudags. 

Að sögn Ástu Maríu Marínósdóttur, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var RIB-báturinn Katla tiltölulega nýlagður af stað í lundaskoðun áður en hann ætlaði út á Faxaflóa í hvalaskoðun þegar konan sást í sjónum rétt utan við Engey upp úr klukkan 14 á mánudag. 

Ásta María, framkvæmdastjóri Special Tours.
Ásta María, framkvæmdastjóri Special Tours. mbl.is/Hákon Pálsson

Ferðamaður kom til aðstoðar

„Þau voru svolítið sjokkeruð þegar þau áttuðu sig á því að það er manneskja í sjónum sem þau þurfa að koma til bjargar og hífa um borð í bátinn,“ segir Ásta María og bætir við að ferðamaður um borð hafi stokkið til og veitt aðstoð en báturinn var fullur af erlendum ferðamönnum.

Þegar konan var komin um borð var bátnum snúið við í snarhasti og á bryggjunni beið sjúkrabíll sem fór með hana á sjúkrahús.

Ásta María segir að sem betur fer hafi svona atburður ekki gerst áður í sögu Special Tours, sem var stofnað fyrir tæpum 20 árum síðan.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert