Lægðadrög og úrkomubakkar fram að helgi

Búast má við vætu víða á landinu.
Búast má við vætu víða á landinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram að helgi mun lægðasvæði suður af landi stýra veðrinu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

„Austlægar áttir verða því ríkjandi og þeim fylgja lægðadrög og úrkomubakkar,“ segir þar einnig.

Búast megi við vætu víða á landinu, en síst á Norðurlandi. Nokkuð milt loft streymi yfir landið en hiti nái varla yfir 20 stig. Það yrði þó helst á Norðvesturlandi eða Vestfjörðum.

Um helgina megi reikna með norðlægari vindi, „en þá rofar víða til á sunnanverðu landinu, en rignir og kólnar fyrir norðan“.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert