Palestínskir fánar hengdir upp í óþökk kirkjunnar

Fánarnir voru aðeins sýnilegir í stutta stund.
Fánarnir voru aðeins sýnilegir í stutta stund. mbl.is

Palestínskir fánar voru bundnir í turnklukku Hallgrímskirkju og gerðir sýnilegir þeim sem áttu leið hjá nú laust fyrir klukkan 17:00. Starfsmaður Hallgrímskirkju segir fánana ekki hafa verið hengda upp í samráði við kirkjuna. 

Í samtali við mbl.is segist starfsmaðurinn hafa orðið var við hróp og köll um frjálsa Palestínu, en talið að lætin ættu uppruna sinn fyrir framan kirkjuna en ekki í turninum. Í kjölfarið hafi einhver farið að hrópa til stuðnings Ísrael. 

Teknir niður eftir um fimm mínútur

Hann segist hafa farið upp í kirkjuturn en þá hafi hann verið tómur og fánarnir í kjölfarið verið teknir niður. Þeir hafi líklega aðeins verið sýnilegir í um fimm mínútur. 

Starfsmaðurinn, sem ítrekar að hann sé ekki talsmaður kirkjunnar, segir leiðinlegt að ekki hafi verið talað við kirkjuna fyrir fram. Þau sýni almennt bara kristileg merki eða íslenska fánann en hafi þó glætt kirkjuna ýmsum litum til stuðnings samtökum eins og Amnesty International

Hér má sjá þegar fánarnir voru teknir niður.
Hér má sjá þegar fánarnir voru teknir niður. mbl.is

Skipti ekki máli um hvaða fána sé að ræða

Þá hefði ekki skipt máli um hvaða fána hefði verið að ræða, það sama gildi um alla nema þann íslenska og þá sem sýni kristileg merki. 

„Ég harma mjög að það hafi ekki verið komið til okkar og þetta hafi verið gert í algjöru óleyfi,“ segir starfsmaðurinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert