Powerade með flata áfasta tappa

Búist er við að biðin eftir áföstum sporttöppum séu einhverjir …
Búist er við að biðin eftir áföstum sporttöppum séu einhverjir mánuðir. Ljósmynd/CCEP

Dykkurinn Powerade mun á næstu dögum fara í sölu með flötum áföstum töppum, í stað tappa með stút.

Ástæðan er sú að ný reglugerð hefur tekið gildi í Evrópu sem krefur framleiðendur um að setja áfasta tappa á flöskur til þess að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið. 

Tímabundin lausn

Í tilkynningu frá Coca-Cola á Íslandi, sem er með umboð fyrir Powerade, segir að þetta sé tímabundin lausn þar sem nýju áföstu sporttapparnir uppfylltu ekki gæða-, öryggis- og þægindakröfur Evrópusambandsins. 

Þá er búist við biðin eftir nýju áföstu sporttöppunum séu einhverjir mánuðir. 

„Okkur þykir miður að ekki tókst að tryggja framtíðarlausn áður en reglugerðin tók gildi í Evrópu en okkur þykir alltaf mikilvægast að tryggja bestu gæði, öryggi og þægindi fyrir viðskiptivini okkar til lengri tíma,“ er haft eftir Sólrúnu Þórðardóttir, vörumerkjastjóra Powerade á Íslandi, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert