Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á Krít

Frá Krít. Mynd úr safni.
Frá Krít. Mynd úr safni. AFP/STR

Ráðist var á íslenska konu og fjölskyldu hennar í borginni Heraklíon á Krít í Grikklandi. 

Grísku miðlarnir Prótóþema og Patrís greina frá að öll fjölskyldan hafi verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.

Búið sé að útskrifa móðurina, sem sé íslensk kona á fimmtugsaldri, og syni hennar tvo, sem séu 18 og 21 árs, en að faðirinn, kanadískur maður á fimmtugsaldri, liggi enn á sjúkrahúsi.

Slæmir áverkar

Í umfjöllun miðlanna segir að árásarmennirnir hafi gengið illa í skrokk á fjölskyldunni. Voru fjölskyldumeðlimirnir með slæma áverka á líkama og andliti eftir barsmíðarnar.

Lögreglunni hefur ekki tekist að bera kennsl á árásarmenninna, sem eru sagðir grískir.

Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir borgaraþjónustunni ekki hafa borist beiðni vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert