Skotvopnanámskeið ekki verið haldin síðan um áramót

Skotveiðimaður.
Skotveiðimaður. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Skotveiðifélag Íslands stendur nú í samningaviðræðum við ríkislögreglustjóra um að taka að sér framkvæmd skotvopnanámskeiða, en slík námskeið hafa ekki verið haldin hér á landi frá síðustu áramótum, hvorki verkleg né bókleg. 

Þetta segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, í samtali við mbl.is.

Umhverfisstofnun sá áður um framkvæmd skotvopnanámskeiða en sagði upp samningi sínum við ríkislögreglustjóra fyrir árið 2024. 

Stefnan sett á lok ágúst

„Í vor var framkvæmdin boðin út og við erum í samningaviðræðum við ríkislögreglustjóra um að taka þetta að okkur,“ segir Áki. 

„Við erum að stefna að því að framkvæmd námskeiðanna verði komin í gang í lok ágúst, byrjun september,“ segir hann.

Áki segir mikil vandræði hafa verið með verkleg námskeið í Reykjavík, þar sem að skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað lengi. Hann segir fólk hafa þurft að keyra alla leið á Blönduós og til annarra sveitarfélaga til að taka verkleg námskeið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert