Stækkun Þingvallaþjóðgarðs rædd

Ýmislegt er á döfinni í þjóðgarðinum á Þingvöllum ef marka …
Ýmislegt er á döfinni í þjóðgarðinum á Þingvöllum ef marka má fundargerðir Þingvallanefndar. Stækkun garðsins er þó umdeild. Haraldur Jónasson/Hari

Stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum hefur verið rædd í Þingvallanefnd. Opnun lista- og fræðimannaseturs og veitingastaðar er einnig meðal þess sem er á döfinni í þjóðgarðinum nú þegar lýðveldishátíðin sem haldin var í júní er afstaðin.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum nefndarinnar frá því í vor en spurður út í umræðuna um stækkun garðsins segir Vilhjálmur Árnason, formaður Þingvallanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún sé ekki ný af nálinni.

Ýmsar tillögur ræddar

„Við erum bara að upplýsa nefndarmenn og halda málinu á lofti án þess að gera eitthvað formlega í því. Það hafa oft komið héðan og þaðan hugmyndir um stækkun þjóðgarðsins og við höfum farið yfir ýmsar tillögur,“ segir Vilhjálmur og bætir við:

„Þetta var líka dálítið rætt á síðasta kjörtímabili en þá bað umhverfisráðherra okkur í Þingvallanefnd að skoða þetta og Þingvallanefnd ákvað þá að setja þetta á frost á meðan miðhálendisþjóðgarður var í umræðunni.“

Vilhjálmur Árnason.
Vilhjálmur Árnason. mbl.is/Hallur Már

Skiptar skoðanir eru um stækkunina en þegar liggja fyrir nokkrar tillögur um hvernig hún gæti litið út.

„Mér finnst ekki endilega þurfa að stækka hann,“ segir Vilhjálmur, sem tekur þó fram að mörk garðsins séu sums staðar skrýtin.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert